BMW 7 á að taka fram S-Class Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 14:22 BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum. Bílar video Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent
BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum.
Bílar video Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent