Lífið

Með einstaka átröskun: Borðar tuttugu svampa á dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emma Thompson.
Emma Thompson.
Til eru margar tegundir af átröskunum í heiminum en hin 23 ára Emma Thompson glímir við átröskun sem nefnist Pica.

Í hennar tilfelli borðar hún um tuttugu uppþvottasvampa á dag. Áður en hún innbyrðir svampana ber hún uppþvottalög á þá.

Emma byrjaði að finna fyrir þessari tilhneigingu þegar hún var þriggja ára en með árunum réði hún ekkert við sig og byrjaði einfaldlega að borða svampana.

Pica er átröskun sem lýsir sér á þann hátt að einstaklingurinn borðar eitthvað sem hefur ekkert næringargildi. Emma hefur aldrei leitað sér aðstoðar við vandamálinu en viðurkennir að hún eigi greinilega við vandamál að stríða.

„Ég er án efa háð þessu,“ segir Emma.

„Ég hef áður reynt að hætta þessu en ég bara get það ekki. Ef ég sé svampa út í búð þá verð ég að kaupa þá.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×