Handbolti

Ellefu mörk Hrafnhildar Hönnu dugðu ekki til gegn meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslands- og bikarmeistarar Gróttu gerðu góða ferð á Selfoss í dag unnu heimakonur í 6. umferð Olís-deild kvenna.

Lokatölur 18-23 en staðan í hálfleik var 9-10. Grótta er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, líkt og ÍBV.

Hér að ofan má sjá myndir sem Jóhannes Ásgeir Eiríksson tók á leiknum.

Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Gróttu og þær Sunna María Einarsdóttir, Anna Úrsúla Guðmunsdóttir og Unnur Ómarsdóttir fjögur mörk hver.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langmarkahæst í liði Selfoss með 11 mörk en hún hefur skorað 41 mark í síðustu þremur leikjum liðsins.

Mörk Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11, Adina Maria Ghidoarca 5, Carmen Palamariu 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Mörk Gróttu:

Eva Björk Davíðsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmunsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Eva Margrét Kristinsdóttir 1.

Þá vann Fjölnir sjö marka sigur, 25-18, á ÍR í Dalhúsum. Þetta var þriðji sigur Grafarvogsliðsins í fyrstu sex umferðunum en nýliðarnir hafa farið vel af stað í vetur.

Díana Sigmarsdóttir var markahæst í liði Fjölnis með sjö mörk en Fanney Ösp Finnsdóttir kom næst með fimm mörk.

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði rúmlega helming marka ÍR, eða 10 mörk af 18.

Mörk Fjölnis:

Díana Sigmarsdóttir 7, Fanney Ösp Finnsdóttir 5, Berglind Benediktsdóttir 4, Andrea Jacobsen 4, Karen Þorsteinsdóttir 2, Andrea Björk Harðardóttir 2, Díana Ágústsdóttir 1.

Mörk ÍR:

Sólveig Lára Kristjánsdóttir 10, Silja Ísberg 4, Karen Tinna Demian 3, Auður Margrét Pálsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×