Lífið

Ef ég væri í ævintýri vildi ég breytast í uglu

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Baldur Tumi er alsæll með nýju bókina sína.
Baldur Tumi er alsæll með nýju bókina sína. Vísir/Vilhelm
Baldur Tumi, hvernig bókum hefur þú mest gaman af? Bókunum um spæjarastofu Lalla og Maju sem ég á á sænsku af því að ég átti einu sinni heima í Svíþjóð.

Svo finnst mér bókin Nesti og nýir skór skemmtileg, ég var að fá hana að gjöf frá Ibby, eins og öll önnur sex ára börn á Íslandi.

Til dæmis finnst mér sagan um tröllskessurnar Fóu og Fóu feykirófu skemmtileg og saga um stelpu sem hélt að tunglið væri að elta sig, mér finnst það svolítið skrýtið. Það er líka vísa þar um einn ótrúlega óþekkan strák sem heitir Gutti.

Er einhver sérstök sögupersóna í uppáhaldi í Nesti og nýir skór? Gamli kóngurinn í sögunni um Áslaugu í hörpunni af því að hann er svo flottur á myndinni.

Í hvernig ævintýri myndir þú vilja lenda ef þú værir í sögu? Ég myndi vilja að ég breyttist í uglu.

Hver eru helstu áhugamál þín önnur en bækur? Klifra, föndra, leira, skrifa og búa til skapalón og nota þau svo til að teikna á annað blað.

Í hvaða skóla ertu og hvað finnst þér skemmtilegast að gera þar? Ég er í Vesturbæjarskóla og mér finnst skemmtilegast að gera renning. Þá á maður að halda endalaust áfram að skrifa tölur.

En þegar þú ert ekki í skólanum? Vera heima að gera heimavinnu.

Hvaða dýrum hefur þú mest gaman af? Mér finnst uglur vera rosa skemmtilegar og mörgæsir. Ég á ekki gæludýr en mig langar í páfagauk.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegt að horfa á trjágrein í langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×