Lífið

Lamar Odom kominn til meðvitundar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lamar Odom er hann lék með LA Clippers.
Lamar Odom er hann lék með LA Clippers. vísir/getty
Lamar Odom er kominn til meðvitundar og andar nú án aðstoðar véla. Líðan hans hefur farið batnandi síðustu 36 klukkustundirnar en hann er enn í hættulegu ástandi. Þetta kemur fram á ESPN.

Odom hefur verið á sjúkrahúsi síðan á þriðjudag eftir að hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada skammt fyrir utan Las Vegas. Ekki er vitað hvað olli því að hann missti meðvitund en líklegt þykir að hann hafi neytt kókaíns í óhóflegu magni í bland við lyf til að halda sér gangandi með gleðikonunum.

Odom er 35 ára gamall og kom víða við á NBA ferli sínum. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 1999 af Los Angeles Clippers þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Miami Heat áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann átti sín bestu ár með því liði þar sem hann vann til tveggja NBA-titla og var valinn sjötti maður ársins árið 2011.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×