Lífið

Bros og tónlist í Eldhúspartýi FM957

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessar létu sig ekki vanta í veisluna.
Þessar létu sig ekki vanta í veisluna. Mynd/Daníel Þór Ágústsson
Fjölmenni var í Hlégarði í Mosfellsbæ í gærkvöldi þegar Dikta, Glowie, Úlfur Úlfur og Páll Óskar komu fram í Eldhúspartýi FM957. Að sögn skipuleggjenda var stemningin ótrúleg enda sé Hlégarður eitt allra besta tónleikahús landsins.

Færri hafa komist að en vildu en minnt er á að næsta Eldhúspartý FM957 verður haldið á sama stað 5. nóvember næstkomandi.

Daníel Þór Ágústsson var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir í gleðinni í Hlégarði. Neðst má svo sjá myndaalbúm úr partýinu.

Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Bros á allra vörum.Mynd/Daníel Þór Ágústsson
Haukur Heiðar og félagar í Diktu tróðu upp.Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Strákarnir í Úlfur Úlfur röppuðu fyrir gesti.Mynd/Daníel Þór Ágústsson
Þessar skemmtu sér vel í gærkvöldi.Mynd/Daníel Þór Ágústsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×