Frumleg Peugeot vatnsrennibraut Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 11:16 Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent