Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2015 20:20 Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins. Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins.
Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00