Lífið

Hita upp fyrir næstu Extreme Chill-hátíð

Stereo Hypnosis.
Stereo Hypnosis.
Byrjað verður að hita upp fyrir næstu Extreme Chill tónlistarhátíð með tónleikum á Húrra á föstudag.

Aðstandendur hátíðarinnar ætla að halda svokallað Extreme Chill Festival Showcase kvöld. Þar er hugmyndin að kynna fremstu og ferskustu raftónlistarmenn landsins og er stefnt á að halda kvöldin annan hvern mánuð. 

Þetta kvöld er það fyrsta í röðinni eftir hátíðina, sem haldin var á Snæfellsnesi í sumar.

„Hátíðin þótti heppnast með eindæmum vel þrátt fyrir óásættanlega framgöngu lögreglunnar á svæðinu gagnvart hátíðargestum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Extreme Chill Festival 2015 - Undir Jökli from Extreme Chill on Vimeo.

Fjölmargir koma fram á Húrra þetta kvöld:

Stereo Hypnosis, en hljómsveitina skipa listrænu feðgarnir Pan og Óskar Thorarensen ásamt tónskáldinu Þorkeli Atlasyni. Þeir eru nýkomnir úr tónleikaferð frá Kanada ásamt því að hafa verið uppteknir í hljóðveri sínu við upptökur á sinni sjöttu plötu sem er væntanleg á næsta ári.

Futuregrapher, öðru nafni Árni Grétar, sem er nýbúinn að gefa út plötuna Eitt með Jóni Ólafsyni. Árni Grétar er einnig að vinna að nýrri sólóplötu sem er væntanleg á næsta ári.

Húsið opnar klukkan 20 og inn kostar 1000 krónur.
Murya, eða Guðmundur Guðmundsson, gaf nýlega út plötuna Heimaey hjá útgáfufyrirtækinu Touched. Fyrirtækið gaf einnig út plötu Murya, Triplicity, í fyrra.

„Einnig koma fram Árni Vector, sem hefur verið lengi í bransanum, gaf út og vann mikið með Thule klíkunni á níunda áratugnum.

Beatmakin Troopa mun einnig stíga á stokk ásamt modular brjálæðingnum Mike Hunt. Beatmakin Troopa, eða Pan Thorarensen hefur verið einn af fremstu chill-out produsentum okkar Íslendinga til margra ára og mun hann töfra fram ljúfa tóna. 

Video og vizual verður í höndum Guðmanns þórs Bjargmundssonar. Mummi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið í íslenskri kvikmyndagerð til margra ára og verið stór partur af Extreme Chill fjölskyldunni,“ segir í tilkynningu.

Húsið opnar klukkan 20 á föstudag og aðgangseyrir er 1000 krónur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×