Meistarakokkur inn við bein Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. október 2015 00:00 Ég hef fyrir löngu áttað mig á því að hæfileikar mínir liggja annars staðar en í matargerð. Í gegnum tíðina hef ég gert margar heiðarlegar tilraunir til þess að reyna að virkja þennan hæfileika en þær enda yfirleitt á einn hátt, með algjörlega óætum mat. Í þessum tilraunum mínum hafa litið dagsins ljós ýmsir misgirnilegir réttir. Það gerist gjarnan í þessari tilraunamennsku minni að ég ofmetnast og freistast til þess að fara út fyrir hið hefðbundna form uppskrifta, gerist villt og bæti hinu og þessu í réttinn. Oftast með skelfilegum afleiðingum. Til dæmis hef ég prófað að bæta hnetusmjöri út í eggjahræru, það bragðast eins og æla ef einhver er að hugsa um að prófa. Ég myndi ekki segja að ég gráti þetta mikið en vissulega hamlar þetta mér að einhverju leyti í lífinu. Það er til dæmis ekki vinsælt að ég mæti með heimabakað í vinkonuhitting eftir að ég bauð upp á köku með smá eggjaskurn í um árið. Né legg ég yfirleitt í það að bjóða fólki heim í mat nema hann sé pantaður. Þetta er sérlega erfitt þegar fólk býður mér í matarboð vegna þess að þegar kemur að því að endurgjalda greiðann þá get ég eiginlega ekki gert það nema mér sé illa við fólkið. Ég væri fyrir löngu búin að sætta mig alfarið við þetta ef ekki væri fyrir alla þessa matreiðsluþætti þar sem allt virðist svo einfalt. Steininn tók úr um daginn þegar ég sat í mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og datt inn í þáttinn Masterchef Junior. Þar voru 10 ára krakkar að töfra fram rétti sem ég gæti ekki einu sinni borið fram nafnið á. 10 ára! Þetta var svo sjokkerandi að núna hef ég ákveðið að leggja allt mitt í það að ná að elda eins og þessi börn. Ef þau geta það, þá hlýt ég að geta það. Ég held það hljóti að leynast meistarakokkur þarna innst inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ég hef fyrir löngu áttað mig á því að hæfileikar mínir liggja annars staðar en í matargerð. Í gegnum tíðina hef ég gert margar heiðarlegar tilraunir til þess að reyna að virkja þennan hæfileika en þær enda yfirleitt á einn hátt, með algjörlega óætum mat. Í þessum tilraunum mínum hafa litið dagsins ljós ýmsir misgirnilegir réttir. Það gerist gjarnan í þessari tilraunamennsku minni að ég ofmetnast og freistast til þess að fara út fyrir hið hefðbundna form uppskrifta, gerist villt og bæti hinu og þessu í réttinn. Oftast með skelfilegum afleiðingum. Til dæmis hef ég prófað að bæta hnetusmjöri út í eggjahræru, það bragðast eins og æla ef einhver er að hugsa um að prófa. Ég myndi ekki segja að ég gráti þetta mikið en vissulega hamlar þetta mér að einhverju leyti í lífinu. Það er til dæmis ekki vinsælt að ég mæti með heimabakað í vinkonuhitting eftir að ég bauð upp á köku með smá eggjaskurn í um árið. Né legg ég yfirleitt í það að bjóða fólki heim í mat nema hann sé pantaður. Þetta er sérlega erfitt þegar fólk býður mér í matarboð vegna þess að þegar kemur að því að endurgjalda greiðann þá get ég eiginlega ekki gert það nema mér sé illa við fólkið. Ég væri fyrir löngu búin að sætta mig alfarið við þetta ef ekki væri fyrir alla þessa matreiðsluþætti þar sem allt virðist svo einfalt. Steininn tók úr um daginn þegar ég sat í mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og datt inn í þáttinn Masterchef Junior. Þar voru 10 ára krakkar að töfra fram rétti sem ég gæti ekki einu sinni borið fram nafnið á. 10 ára! Þetta var svo sjokkerandi að núna hef ég ákveðið að leggja allt mitt í það að ná að elda eins og þessi börn. Ef þau geta það, þá hlýt ég að geta það. Ég held það hljóti að leynast meistarakokkur þarna innst inni.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun