Benz seldi meira en BMW og Audi þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:59 Mercedes Benz GLC Autoblog Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent