Bílar

Nissan Patrol Nismo

Finnur Thorlacius skrifar
Nissan Patrol Nismo.
Nissan Patrol Nismo.
Íbúar í Dubai hafa krefjandi þarfir, ekki síst er kemur að bílum og margir bílaframleiðendur hafa einmitt útbúið sumar bílgerðir sínar til að uppfylla þeirra þarfir. Nýjasta dæmi þess er þessi Nissan Patrol Nismo jeppi, en Nismo er deild innan Nissan fyrirtækisins sem breytir hefðbundnum bílgerðum í einskonar ofurbíla.

Þessi Patrol Nismo er með 428 hestafla V8 vél, stífari Bilstein fjöðrun, 22 tommu álfelgur og Nismo hefur útbúið bílinn með sportlegri stýringu. Auk þess er margt í ytra útliti bílsins sem aðgreinar hann frá hefðbundnum Patrol, en sá bíll er einnig til sem Infinity QX80 og er mikið lagt í lúxus, en þessi slær honum þó við og á það einnig viðinnanrýmið.

Þessi bíll á fyrir vikið að geta keppt við Mercedes Benz GL63 AMG, Range Rover Sport SVR og nýjustu lúxusútgáfu Cadillac Escalade, en þó vantar reyndar talsvert uppá hestaflatölu hans. Bílnum er einungis beint að markaðnum í arabalöndum, en þar seljast vel slíkir ofurjeppar. Hvort hann mun síðar rata á aðra markaði eins og í Evrópu skal ósagt látið að sinni. 






×