Stórmyndin Pan sögð mesta klúður ársins Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 10:51 Hugh Jackman og Levi Miller leika Svartskegg og Pétur Pan í þessari nýju stórmynd. Vísir/IMDb Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein