Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Ingvar Haraldsson skrifar 10. október 2015 07:00 Síminn í heild sinni var metinn á 32 milljarða króna eftir útboðið. Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fimmföld umframeftirspurn var við sölu Arion banka á 21 prósents hlut í Símanum. Eignarhluturinn var seldur á 6,7 milljarða króna eða 3,33 krónur á hlut að meðaltali en alls bárust boð frá tæplega fimm þúsund fjárfestum fyrir samtals 33 milljarða króna. Arion banki seldi samtals tíu prósenta hlut í Símanum til fjárfesta, stjórnenda hans, stórra viðskiptavina í einkabankaþjónustu hjá Arion banka og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, nokkrum vikum áður en almenningi var boðið að kaupa í Símanum. Verðmæti eignarhlutar þeirra sem fengu að kaupa fyrirfram hefur hækkað um 720 milljónir króna. Arion banki segir að ekki hafi legið fyrir fyrirfram hvert útboðsgengið yrði frekar en í fyrri útboðum bankans. „Í þeim hefur eftirspurn verið misjöfn og niðurstaðan hvað hlutabréfaverð varðar verið allt frá neðri hluta verðbils til efri marka. Eins og gefur að skilja þá lá ekki fyrir hver niðurstaða útboðsins yrði, hvorki hvað varðar eftirspurn né hlutabréfaverð, á þeim tímapunkti sem þessi viðskipti fóru fram.“ Salan fyrir útboðið fór fram í tvennu lagi. Í ágúst keypti hópur sem settur var saman að frumkvæði Orra Haukssonar, forstjóra Símans, hlutabréf á þriðjungi lægra verði en fékkst í hlutafjárútboðinu, eða á 2,5 krónur á hlut, og hefur virði þess hlutafjárins því hækkað um 440 milljónir króna. Orri eignaðist sjálfur 0,4 prósenta hlut í félaginu í viðskiptunum. Fjárfestarnir mega hins vegar ekki selja eignarhlut sinn fyrr en í mars árið 2017. Þá var fimm prósenta eignarhlutur seldur stórum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu sem og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, á 2,8 krónur á hlut og hefur eignarhluturinn því hækkað um 280 milljónir króna í virði. Bankinn bendir á að hluturinn til viðskiptavina hafi verið seldur innan verðbils útboðsins sem hafi verið 2,7-3,1 króna á hlut. Þá séu söluhömlur á og því hafi verið eðlilegt að verðið væri í lægri enda verðbilsins þar sem meiri áhætta sé fólgin í því að kaupa hlutabréf með söluhömlum. Einnig sé óvissa sé um hvert hlutabréfaverðið verði þegar söluhömlunum verði aflétt. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fimmföld umframeftirspurn var við sölu Arion banka á 21 prósents hlut í Símanum. Eignarhluturinn var seldur á 6,7 milljarða króna eða 3,33 krónur á hlut að meðaltali en alls bárust boð frá tæplega fimm þúsund fjárfestum fyrir samtals 33 milljarða króna. Arion banki seldi samtals tíu prósenta hlut í Símanum til fjárfesta, stjórnenda hans, stórra viðskiptavina í einkabankaþjónustu hjá Arion banka og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, nokkrum vikum áður en almenningi var boðið að kaupa í Símanum. Verðmæti eignarhlutar þeirra sem fengu að kaupa fyrirfram hefur hækkað um 720 milljónir króna. Arion banki segir að ekki hafi legið fyrir fyrirfram hvert útboðsgengið yrði frekar en í fyrri útboðum bankans. „Í þeim hefur eftirspurn verið misjöfn og niðurstaðan hvað hlutabréfaverð varðar verið allt frá neðri hluta verðbils til efri marka. Eins og gefur að skilja þá lá ekki fyrir hver niðurstaða útboðsins yrði, hvorki hvað varðar eftirspurn né hlutabréfaverð, á þeim tímapunkti sem þessi viðskipti fóru fram.“ Salan fyrir útboðið fór fram í tvennu lagi. Í ágúst keypti hópur sem settur var saman að frumkvæði Orra Haukssonar, forstjóra Símans, hlutabréf á þriðjungi lægra verði en fékkst í hlutafjárútboðinu, eða á 2,5 krónur á hlut, og hefur virði þess hlutafjárins því hækkað um 440 milljónir króna. Orri eignaðist sjálfur 0,4 prósenta hlut í félaginu í viðskiptunum. Fjárfestarnir mega hins vegar ekki selja eignarhlut sinn fyrr en í mars árið 2017. Þá var fimm prósenta eignarhlutur seldur stórum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu sem og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, á 2,8 krónur á hlut og hefur eignarhluturinn því hækkað um 280 milljónir króna í virði. Bankinn bendir á að hluturinn til viðskiptavina hafi verið seldur innan verðbils útboðsins sem hafi verið 2,7-3,1 króna á hlut. Þá séu söluhömlur á og því hafi verið eðlilegt að verðið væri í lægri enda verðbilsins þar sem meiri áhætta sé fólgin í því að kaupa hlutabréf með söluhömlum. Einnig sé óvissa sé um hvert hlutabréfaverðið verði þegar söluhömlunum verði aflétt.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira