Lífið

Smíðar stórglæsilegan kofa án þess að nota nútíma verkfæri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá kofann á mismunandi stigum byggingarferlisins.
Hér má sjá kofann á mismunandi stigum byggingarferlisins.
Maður einn, sem kosið hefur að halda nafni sínu leyndu, heldur úti vefsíðunni Primitive Technology en þar sýnir hann frá sýnu helsta áhugamáli sem er nokkuð óvenjulegt. Það sem honum finnst nefnilega skemmtilegast að gera er að smíða kofa og skýli og nota til þess ekkert nema áhöld og tækni forfeðra okkar.

Maðurinn heldur úti bloggsíðu auk þess sem hann hleður myndböndum sínum inn á Youtube. Hann hefur meðal annars sýnt hvernig hann skapar helstu verkfæri úr spítum og steinum en þau notar hann síðar til þess að smíða híbýlin.

Meðal þess sem hann hefur sett á vefinn má nefna hvernig skal smíða steinöxi, hvernig fólk fór að því að safna hunangi á árum áður, hvernig hægt er að gera eitraðar svartar baunir ætilegar og hvernig á að smíða kofa úr laufblöðum og stráum.

Meðfylgjandi er nýjasta myndband kappans þar sem hann smíðar kofa úr leir og trjáspítum. Þakið er úr hellum sem hann gerir úr leir en samtals tók smíðin 105 daga. Maðurinn segir að þetta sé eitt besta áhugamál sem til er. Það sé passlega tímafrekt, afar skemmtilegt og það besta er að það kostar ekkert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×