Lífið

Breytti hjólastól sonar síns í Stjörnustríðsgeimflaug fyrir hrekkjavökuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Óhætt er að fullyrða að Jeremy taki sig vel út í flauginni.
Óhætt er að fullyrða að Jeremy taki sig vel út í flauginni.
Hrekkjavakan er á næsta leiti en þá klæða börn um víða veröld sig í búninga og ferðast á milli húsa í von um að fá sælgæti. Sumir kaupa fjöldaframleidda búninga en aðrir taka sig til að smíða búninga fyrir börn sín. Einn þeirra er Ryan Scott Miller.

Sonur hans, Jeremy, er bundinn við hjólastól og nýtti Ryan sér það við smíðina. Utan um stólinn smíðaði hann „snowspeeder“ úr Stjörnustríðsmyndunum en Logi Geimgengill flaug einni slíkri í Veldið snýr aftur er barist var um Hoth.

Flapsar flaugarinnar virka og að auki er hún útbúin nerf-byssu sem að skýtur „glowsticks“ þegar ýtt er á þar til gerðan hnapp.

Stutt myndband sem sýnir græjuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×