Lífið

Álfur rústaði Sigmundi Davíð í Mortal Combat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr síðasta þætti.
Úr síðasta þætti. vísir
Fæstir Íslendingar gangast við því að trúa á álfa opinberlega en þetta kom í ljós í síðasta þætti af Hindurvitni.

Þar var einnig fengið álit frá túristum og voru þeir efins. Samt virðist álfatrú algengari þegar fólk þarf ekki að viðurkenna hana fyrir framan myndavélina.

Í skoðunarkönnun frá árinu 2007 kom í ljós að 62% landsmanna trúði því að hugsanlega væru álfar til.

Í síðasta þætti fræddi Þorvaldur áhorfendur um álfa og hvernig þeir hefðu skipt sér af skipulagsmálum í gegnum tíðina. 


Tengdar fréttir

Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla

Í síðasta þætti Hindurvitna var fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×