Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2015 14:00 Frá fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins fyrr á þessu ári. vísir/gva Mjög mikill munur er á fjölskylduaðstæðum karla og kvenna sem eru í æðstu stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konurnar eru oftar einhleypar heldur en karlarnir sem eiga oftar eiginkonu sem vinnur minna heldur en þeir. Þar af leiðandi hafa karlarnir meira bakland heima við og bera þar minni ábyrgð heldur en konur sem eru með fjölskyldu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum stórrar könnunar sem gerð var á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins en þær Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni. Niðurstöður hennar verða kynntar á Þjóðarspeglinum á morgun, ráðstefnu um nýjustu rannsóknir í félagsvísindum hér á landi.Konur virðast eiga minni möguleika á að vinna sig upp „Við vorum að skoða æðstu tvö stjórnunarstigin í þessari könnun, það er framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna og þá sem heyra beint undir þá. Í ljós kemur að konur eru 27 prósent stjórnenda í þessum fyrirtækjum en karlar 73 prósent. Þá eru aðeins 9 prósent kvennanna æðstu stjórnendur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir í samtali við Vísi. Rannsóknin leiddi í ljós að konur eru líklegastar til að vera yfirmenn fjármálasviðs, mannauðssviðs og starfsmannasviðs, það er stigi fyrir neðan framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna. Þá kom einnig fram að konur virðast hafa minni möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækja þar sem þær eru frekar ráðnar beint inn í stjórnunarstöður. Alls var spurningalisti sendur á rúmlega 1300 stjórnendur og var svarhlutfallið 73 prósent. Á meðal þess sem spurt var að var hvað hafði áhrif á það að fólk var komið í stjórnunarstöðu.Þorgerður Einarsdóttirvísir/valliKarlar telja fjölskylduna vera hindrun fyrir konur „Þar var ekki mikill munur á svörum karla og kvenna. Þetta er metnaðarfullur hópur og bæði konur og karlar hafa metnað til að ná faglegum árangri og meirihlutinn virðist líta á sig sem leiðtogaefni. Svo spurðum við af hverju stjórnendur telja að ekki séu fleiri konur í þeirra hópi og þá telja bæði helmingur karla og kvenna að of fáar konur hreinlega sæki um stjórnunarstöður.“ Þá taldi meirihluti kvenna, eða 73 prósent, að ráðningar í of margar stjórnunarstöður fari í gegnum óformleg tengslanet en 39 prósent karla upplifðu þetta. „Konur upplifa einnig miklu oftar en karlar að ráðningar kvenna séu ekki forgangsmál. Síðan kom það okkur svolítið á óvart að helmingur kvenna telur að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum en 25 prósent karla telja þetta. Aftur á móti telja karlarnir fjölskylduna frekar vera hindrun fyrir konur þar sem þær leggi meiri áherslu á fjölskylduna heldur en framann. Þeir hafa því tihneigingu til að líta svo á að konurnar séu ekki tilbúnar til að takast á við þær áskoranir sem felast í því að vera í stjórnunarstöðu og sjá fjölskylduna meira sem ástæðu fyrir kynjahallanum.“ Það er því talsverður munur á því hvaða hindranir konur og karlar sjá á vinnumarkaðnum en einnig er nokkur munur á því hvaða ávinning kynin telja fólginn í því að hafa kynjajafnvægi á meðal stjórnenda fyrirtækja.Þarf að takast á við goðsögnina um að kynjahallinn sé konum að kenna „Konur telja að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að nýta mannauð kvenna sem best en karlarnir álíta það í minna mæli. Þá telja konur jafnframt að þær hafi góð áhrif á fyrirtækin og bæti fjárhagslega afkomu þeirra en þetta viðhorf sjáum við í mun minna mæli hjá körlunum.“ Aðspurð hvað sé hægt að gera til að breyta stöðunni eins og hún birtist í rannsókninni segir Þorgerður mikilvægt að gera svona kannanir og fjalla um þær þar sem þekking og umræða skipti miklu máli. „Þessi rannsókn sýnir mjög ólíkar upplifanir af þessu og það þarf svolítið að takast á við þessa goðsögn um að þessi kynjahalli sé konum að kenna og þær sækist ekki eftir frama. Þær eru að sækja um stjórnunarstöður og þær hafa metnað til að ná langt í atvinnulífinu svo það stendur ekki á þeim. Við þurfum hins vegar að ræða þessar hindranir sem þær upplifa á vinnumarkaðnum, hvernig verkaskiptingin er á heimilinu er og svo líta á skipulagið á vinnumarkaði sem heild. Þessi langi vinnutími sem hefur einkennt íslenskan vinnumarkað lengi, sérstaklega á meðal karla, vinnur til að mynda gegn því að jafnrétti náist.“ Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Mjög mikill munur er á fjölskylduaðstæðum karla og kvenna sem eru í æðstu stjórnunarstöðum í íslenskum fyrirtækjum. Konurnar eru oftar einhleypar heldur en karlarnir sem eiga oftar eiginkonu sem vinnur minna heldur en þeir. Þar af leiðandi hafa karlarnir meira bakland heima við og bera þar minni ábyrgð heldur en konur sem eru með fjölskyldu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum stórrar könnunar sem gerð var á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins en þær Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni. Niðurstöður hennar verða kynntar á Þjóðarspeglinum á morgun, ráðstefnu um nýjustu rannsóknir í félagsvísindum hér á landi.Konur virðast eiga minni möguleika á að vinna sig upp „Við vorum að skoða æðstu tvö stjórnunarstigin í þessari könnun, það er framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna og þá sem heyra beint undir þá. Í ljós kemur að konur eru 27 prósent stjórnenda í þessum fyrirtækjum en karlar 73 prósent. Þá eru aðeins 9 prósent kvennanna æðstu stjórnendur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir í samtali við Vísi. Rannsóknin leiddi í ljós að konur eru líklegastar til að vera yfirmenn fjármálasviðs, mannauðssviðs og starfsmannasviðs, það er stigi fyrir neðan framkvæmdastjóra og forstjóra fyrirtækjanna. Þá kom einnig fram að konur virðast hafa minni möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækja þar sem þær eru frekar ráðnar beint inn í stjórnunarstöður. Alls var spurningalisti sendur á rúmlega 1300 stjórnendur og var svarhlutfallið 73 prósent. Á meðal þess sem spurt var að var hvað hafði áhrif á það að fólk var komið í stjórnunarstöðu.Þorgerður Einarsdóttirvísir/valliKarlar telja fjölskylduna vera hindrun fyrir konur „Þar var ekki mikill munur á svörum karla og kvenna. Þetta er metnaðarfullur hópur og bæði konur og karlar hafa metnað til að ná faglegum árangri og meirihlutinn virðist líta á sig sem leiðtogaefni. Svo spurðum við af hverju stjórnendur telja að ekki séu fleiri konur í þeirra hópi og þá telja bæði helmingur karla og kvenna að of fáar konur hreinlega sæki um stjórnunarstöður.“ Þá taldi meirihluti kvenna, eða 73 prósent, að ráðningar í of margar stjórnunarstöður fari í gegnum óformleg tengslanet en 39 prósent karla upplifðu þetta. „Konur upplifa einnig miklu oftar en karlar að ráðningar kvenna séu ekki forgangsmál. Síðan kom það okkur svolítið á óvart að helmingur kvenna telur að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum en 25 prósent karla telja þetta. Aftur á móti telja karlarnir fjölskylduna frekar vera hindrun fyrir konur þar sem þær leggi meiri áherslu á fjölskylduna heldur en framann. Þeir hafa því tihneigingu til að líta svo á að konurnar séu ekki tilbúnar til að takast á við þær áskoranir sem felast í því að vera í stjórnunarstöðu og sjá fjölskylduna meira sem ástæðu fyrir kynjahallanum.“ Það er því talsverður munur á því hvaða hindranir konur og karlar sjá á vinnumarkaðnum en einnig er nokkur munur á því hvaða ávinning kynin telja fólginn í því að hafa kynjajafnvægi á meðal stjórnenda fyrirtækja.Þarf að takast á við goðsögnina um að kynjahallinn sé konum að kenna „Konur telja að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að nýta mannauð kvenna sem best en karlarnir álíta það í minna mæli. Þá telja konur jafnframt að þær hafi góð áhrif á fyrirtækin og bæti fjárhagslega afkomu þeirra en þetta viðhorf sjáum við í mun minna mæli hjá körlunum.“ Aðspurð hvað sé hægt að gera til að breyta stöðunni eins og hún birtist í rannsókninni segir Þorgerður mikilvægt að gera svona kannanir og fjalla um þær þar sem þekking og umræða skipti miklu máli. „Þessi rannsókn sýnir mjög ólíkar upplifanir af þessu og það þarf svolítið að takast á við þessa goðsögn um að þessi kynjahalli sé konum að kenna og þær sækist ekki eftir frama. Þær eru að sækja um stjórnunarstöður og þær hafa metnað til að ná langt í atvinnulífinu svo það stendur ekki á þeim. Við þurfum hins vegar að ræða þessar hindranir sem þær upplifa á vinnumarkaðnum, hvernig verkaskiptingin er á heimilinu er og svo líta á skipulagið á vinnumarkaði sem heild. Þessi langi vinnutími sem hefur einkennt íslenskan vinnumarkað lengi, sérstaklega á meðal karla, vinnur til að mynda gegn því að jafnrétti náist.“
Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira