Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:00 Haukur Helgi og Logi fyrir framan unga iðkendur í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Víkurfréttir Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira