Gunnar: Samkeppni er öllum holl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2015 06:00 Færeyingurinn Gunnar Nielsen er afar kátur með að vera kominn í Krikann þar sem hann ætlar sér að verða aðalmarkvörður liðsins. fréttablaðið/stefán „Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira
„Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira