Lífið

Ver tæplega helmingi tekna sinna til að fóðra 4.000 páfagauka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hluti þeirra fugla sem heimsækja Sekar daglega.
Hluti þeirra fugla sem heimsækja Sekar daglega.
Sekar er 62 ára gamall myndavélaviðgerðarmaður sem býr í borginni Chennai á Indlandi. Atvinna hans hefur fært honum takmarkaða frægð en hið sama verður ekki sagt um örlæti hans.

Fyrir tíu árum, eða skömmu eftir að flóðbylgja skall meðal annars á Chennai, hefur Shekar séð stórum hluta páfagauka borgarinnar fyrir fæði. Fyrst voru þeir fáir en þeir virðast hafa látið orð berast að á þaki hans væri mat að fá því nú koma um 4.000 páfagaukar þangað daglega til að næra sig.

Hann vaknar hvern einasta dag klukkan hálffimm að morgni til að útbúa matinn en fuglarnir mæta á slaginu sex. Sextíu kíló af fóðri fara í fuglana en það kostar hann um 500 rúpíur daglega eða tæplega helming tekna hans. 500 rúpíur eru andvirði um þúsund íslenskra króna.

Auk þess tekur hann lasin og særð dýr að sér og hugsar um þau. Innslag um Sekar má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×