Lífið

Stjörnulögfræðingur selur slotið

Heiðrún Lind segir skilið við Nönnugötu
Heiðrún Lind segir skilið við Nönnugötu Vísir
Lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem hefur meðal annars gert garðinn frægan fyrir störf sín fyrir Mjólkursamsöluna, hefur sett íbúð sína að Nönnugötu í Reykjavík til sölu. Íbúðin er 52,7 fermetrar, tveggja herbergja og uppsett verð eru 29.100.000 krónur.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að búið sé að gera upp mikið í íbúðinni sem er á annarri hæð í húsinu. Gengið er inn í parketlagðan forstofugang þaðan sem gengið er til baðherbergis, eldhús, stofu og herbergis.

Baðherbergið er með flotað gólf, upphengdu salerni, sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Eldhúsið er parketlagt með dökkri innréttingu með grárri borðplötu, upphengdum hvítum skápum og frá eldhúsinu er hægt að opna svalahurð út á franskar svalir.

Stofan er parketlögð með tveimur góðum gluggum. Svefnherbergið er parketlagt með góðum skápum. 

Nánari upplýsingar og fleiri myndir má nálgast á fasteignavef Vísis.

Íbúðin er á annarri hæðinni í þessu húsi við NönnugötuVísir
Stofan er björtVísir
Eldhús og svefnherbergiVísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×