Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 15:46 Bjarni Benediktsson á fundinum í dag. vísir Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnvalda í Hannesarholti í dag vegna losunar gjaldeyrishafta og nauðasamninga slitabúa föllnu viðskiptabankanna þriggja, Kaupþings hf., Glitnis hf. og LBI hf. Seðlabankinn hefur ákveðið að veita slitastjórnunum undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál vegna fyrirhugaðra nauðasamninga og sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að hann muni styðja þá niðurstöðu bankans.Lægsta skuldastaða þjóðarbúsins í áratugi Fram kom í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að áætla megi að áhrifin vegna uppgjörs bankanna verði jákvæð fyrir þjóðarbúið. Þannig muni gjaldeyrisforði þjóðarinnar aukast um 40 milljarða og hrein skuldastaða þjóðarbúsins verða um 10 prósent af landsframleiðslu á næsta en hún nemur um þriðjungi í dag. Sagði seðlabankastjóri að það yrði lægsta skuldarstaða landsins síðan á síldarárunum á 7. áratug seinustu aldar. Heildarumfang aðgerðanna vegna losunar gjaldeyrishafta nemur 856 milljörðum króna. Alls nemur stöðugleikaframlagið sjálft tæplega 379 milljörðum króna. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, framlag Kaupþings 127 milljarðar og LBI 23 milljarðar króna.Mótvægisaðgerðir upp á 660 milljarða króna Þá nemur ráðstöfun krónueigna innanlands í skatta, kostnað og fleira um 46 milljörðum króna en þó hefur slík ráðstöfun ekki neikvæð áhrif á fjármagnsjöfnuð. 151 milljarður króna fást með skuldalengingum og uppgreiðslum lánafyrirgreiðslna og endurheimtur núverandi krafna sem eru í eigu eignasafns Seðlabankans eru alls 81 milljarður króna. Þessar mótvægisaðgerðir sem slitabúin þrjú munu ráðast í nema því alls 660 milljörðum króna. Greinargerð Seðlabankans vegna aðgerðanna má nálgast hér og glærukynningu vegna blaðamannafundar hér. Tengdar fréttir Búist við að bankinn verði seldur aftur Kröfuhafar í Glitni bjóða ríkinu Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi. Sameining við Landsbankann væri ekki í samræmi við samkeppnislög. Íslenskt verðbréfafyrirtæki ásælist Arion banka. 21. október 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Kaupþing óskar eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum Slitastjórn Kaupþings hefur formlega sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. 10. september 2015 10:17 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnvalda í Hannesarholti í dag vegna losunar gjaldeyrishafta og nauðasamninga slitabúa föllnu viðskiptabankanna þriggja, Kaupþings hf., Glitnis hf. og LBI hf. Seðlabankinn hefur ákveðið að veita slitastjórnunum undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál vegna fyrirhugaðra nauðasamninga og sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að hann muni styðja þá niðurstöðu bankans.Lægsta skuldastaða þjóðarbúsins í áratugi Fram kom í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að áætla megi að áhrifin vegna uppgjörs bankanna verði jákvæð fyrir þjóðarbúið. Þannig muni gjaldeyrisforði þjóðarinnar aukast um 40 milljarða og hrein skuldastaða þjóðarbúsins verða um 10 prósent af landsframleiðslu á næsta en hún nemur um þriðjungi í dag. Sagði seðlabankastjóri að það yrði lægsta skuldarstaða landsins síðan á síldarárunum á 7. áratug seinustu aldar. Heildarumfang aðgerðanna vegna losunar gjaldeyrishafta nemur 856 milljörðum króna. Alls nemur stöðugleikaframlagið sjálft tæplega 379 milljörðum króna. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, framlag Kaupþings 127 milljarðar og LBI 23 milljarðar króna.Mótvægisaðgerðir upp á 660 milljarða króna Þá nemur ráðstöfun krónueigna innanlands í skatta, kostnað og fleira um 46 milljörðum króna en þó hefur slík ráðstöfun ekki neikvæð áhrif á fjármagnsjöfnuð. 151 milljarður króna fást með skuldalengingum og uppgreiðslum lánafyrirgreiðslna og endurheimtur núverandi krafna sem eru í eigu eignasafns Seðlabankans eru alls 81 milljarður króna. Þessar mótvægisaðgerðir sem slitabúin þrjú munu ráðast í nema því alls 660 milljörðum króna. Greinargerð Seðlabankans vegna aðgerðanna má nálgast hér og glærukynningu vegna blaðamannafundar hér.
Tengdar fréttir Búist við að bankinn verði seldur aftur Kröfuhafar í Glitni bjóða ríkinu Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi. Sameining við Landsbankann væri ekki í samræmi við samkeppnislög. Íslenskt verðbréfafyrirtæki ásælist Arion banka. 21. október 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Kaupþing óskar eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum Slitastjórn Kaupþings hefur formlega sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. 10. september 2015 10:17 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Búist við að bankinn verði seldur aftur Kröfuhafar í Glitni bjóða ríkinu Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi. Sameining við Landsbankann væri ekki í samræmi við samkeppnislög. Íslenskt verðbréfafyrirtæki ásælist Arion banka. 21. október 2015 07:00
Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51
Kaupþing óskar eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum Slitastjórn Kaupþings hefur formlega sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. 10. september 2015 10:17