Stærri og rýmri BMW X1 kynntur á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:07 Nýr BMW X1. BMW Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn BMW X1 hefur verið endurhannaður frá grunni að utan og innan og verður nýr, rýmri og enn drifmeiri X1 kynntur nk. laugardag, 31. október hjá BL við Sævarhöfða milli kl. 12 og 16. Þá verða um leið þau tímamót að BMW býður X1 líka með framhjóladrifi eingöngu við hlið fjórhjóla- og afturhjóladrifinna bíla í flóru bíla BMW.Hærri og rýmriBMW X1 hefur nú fengið á sig skýran ættarsvip með öðrum meðlimum í fjórhjóladrifnu X-línunni eins og glöggt sést á útliti bílsins. Yfirbyggingin er rúmum 5 cm hærri en á forveranum, hæð sætanna er sömuleiðis 6 cm meiri, sem veitir um leið aukið útsýni, auk þess sem fótarými við öll sæti er meira en áður. Innréttingin er algerlega ný og full af flottum smáatriðum sem auka þægindi og allan aðbúnað. Meðal þess sem nefna má er farangursrýmið sem er 505 lítrar og hægt að auka í allt að 1.550 lítra.Tímamót með framhjóladrifiNýjustu gerðir 4 strokka dísilvéla X1 ásamt hinu þróaða xDrive fjórhjóladrifi hámarka nýtingu eldsneytisins með svo árangursríkum hætti að útblástur CO2 er nú um 17 prósentum minni en í forveranum. Þá er X1 nú einnig boðinn með framhjóladrifi eingöngu í sDrive útgáfu og er X1 jafnframt sá fyrsti sem BMW setur á markað eingöngu framdrifinn.Meiri torfærugetaHæð undir lægsta punkt á X1 er 18,2 cm. Fjórhjóladrifið er nú með enn léttari og þróaðri vökvakúplingu sem stýrir virkni drifsins og afldreifingu til hjólanna nákvæmar en áður og er árangurinn m.a. sá að X1 nýtir eldsneytið enn betur en forverinn og dreifir afli milli hjóla eftir aðstæðum hverju sinni til að hámarka veggrip.Nýjar og enn sparneytnari vélarNýr X1 er boðinn með nýjum kynslóðum bensín- og dísilvéla sem uppfylla EU6, nýjan mengunarstaðal Evrópusambandsins. Auk xDrive fjórhjóladrifsins er nýr BMW X1 nú einnig í boði með framhjóladrifi í sDrive útgáfu. Tvær bensínvélar eru í boði; annars vegar 192 hestafla í BMW X1 xDrive20i og sDrive20i, og hins vegar 231 hestafla í BMW X1 xDrive25i.Einstaklega lítil eyðslaGert er ráð fyrir að áhugi á dísilvélunum verði meiri en bensínvélinni enda setur 150 hestafla dísilvélin í BMW X1 sDrive 18d nýtt viðmið í þessum stærðarflokki því eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er aðeins 4,1 til 4,3 l/100 km og CO2 útblásturinn aðeins á bilinu 109-114 gr/km samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðandans. Aðrar dísilvélar í boði verða 190 hestöfl í BMW X1 xDrive20d og 231 hestöfl í BMW X1 xDrive25d.Úrval aukahlutaHægt er að fá nýjan X1 með sjálfvirkri fjöðrunarstillingu, sk. Dynamic Damper Control, sem sjálfkrafa stífir fjöðrun við aukna inngjöf og hraða. Þá verða LED aðalljós í boði auk „Head-Up Display“ sem speglar helstu upplýsingum úr mælaborði á framrúðuna svo ökumaður þurfi ekki að líta af veginum. Þá er einnig hægt að fá nýjan X1 með hreyfanlegum aftursætum og eykst þá fótarými við aftursætin um tæpa 7 cm. Eins og í öðrum gerðum BMW verður hægt að fá hinn nýja BMW X1 í xLine, Sport Line og M Sport gerðum með mismunandi úrbúnaðarstigi. Verðlista er að finna á bmw.is. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent
Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn BMW X1 hefur verið endurhannaður frá grunni að utan og innan og verður nýr, rýmri og enn drifmeiri X1 kynntur nk. laugardag, 31. október hjá BL við Sævarhöfða milli kl. 12 og 16. Þá verða um leið þau tímamót að BMW býður X1 líka með framhjóladrifi eingöngu við hlið fjórhjóla- og afturhjóladrifinna bíla í flóru bíla BMW.Hærri og rýmriBMW X1 hefur nú fengið á sig skýran ættarsvip með öðrum meðlimum í fjórhjóladrifnu X-línunni eins og glöggt sést á útliti bílsins. Yfirbyggingin er rúmum 5 cm hærri en á forveranum, hæð sætanna er sömuleiðis 6 cm meiri, sem veitir um leið aukið útsýni, auk þess sem fótarými við öll sæti er meira en áður. Innréttingin er algerlega ný og full af flottum smáatriðum sem auka þægindi og allan aðbúnað. Meðal þess sem nefna má er farangursrýmið sem er 505 lítrar og hægt að auka í allt að 1.550 lítra.Tímamót með framhjóladrifiNýjustu gerðir 4 strokka dísilvéla X1 ásamt hinu þróaða xDrive fjórhjóladrifi hámarka nýtingu eldsneytisins með svo árangursríkum hætti að útblástur CO2 er nú um 17 prósentum minni en í forveranum. Þá er X1 nú einnig boðinn með framhjóladrifi eingöngu í sDrive útgáfu og er X1 jafnframt sá fyrsti sem BMW setur á markað eingöngu framdrifinn.Meiri torfærugetaHæð undir lægsta punkt á X1 er 18,2 cm. Fjórhjóladrifið er nú með enn léttari og þróaðri vökvakúplingu sem stýrir virkni drifsins og afldreifingu til hjólanna nákvæmar en áður og er árangurinn m.a. sá að X1 nýtir eldsneytið enn betur en forverinn og dreifir afli milli hjóla eftir aðstæðum hverju sinni til að hámarka veggrip.Nýjar og enn sparneytnari vélarNýr X1 er boðinn með nýjum kynslóðum bensín- og dísilvéla sem uppfylla EU6, nýjan mengunarstaðal Evrópusambandsins. Auk xDrive fjórhjóladrifsins er nýr BMW X1 nú einnig í boði með framhjóladrifi í sDrive útgáfu. Tvær bensínvélar eru í boði; annars vegar 192 hestafla í BMW X1 xDrive20i og sDrive20i, og hins vegar 231 hestafla í BMW X1 xDrive25i.Einstaklega lítil eyðslaGert er ráð fyrir að áhugi á dísilvélunum verði meiri en bensínvélinni enda setur 150 hestafla dísilvélin í BMW X1 sDrive 18d nýtt viðmið í þessum stærðarflokki því eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er aðeins 4,1 til 4,3 l/100 km og CO2 útblásturinn aðeins á bilinu 109-114 gr/km samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðandans. Aðrar dísilvélar í boði verða 190 hestöfl í BMW X1 xDrive20d og 231 hestöfl í BMW X1 xDrive25d.Úrval aukahlutaHægt er að fá nýjan X1 með sjálfvirkri fjöðrunarstillingu, sk. Dynamic Damper Control, sem sjálfkrafa stífir fjöðrun við aukna inngjöf og hraða. Þá verða LED aðalljós í boði auk „Head-Up Display“ sem speglar helstu upplýsingum úr mælaborði á framrúðuna svo ökumaður þurfi ekki að líta af veginum. Þá er einnig hægt að fá nýjan X1 með hreyfanlegum aftursætum og eykst þá fótarými við aftursætin um tæpa 7 cm. Eins og í öðrum gerðum BMW verður hægt að fá hinn nýja BMW X1 í xLine, Sport Line og M Sport gerðum með mismunandi úrbúnaðarstigi. Verðlista er að finna á bmw.is.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent