Ísland í dag: „Beauty is pain“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. október 2015 21:12 Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira