Lífið

Nýi Jagúarinn léttur um Fjall

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjallið er tröll að burðum, það eru engar fréttir.
Fjallið er tröll að burðum, það eru engar fréttir. Skjáskot
Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson leggur sitt á vogarskálarnar, í bókstaflegri merkingu, fyrir bílaframleiðandann Jagúar sem nú kynnir nýja útgáfu af bifreiðinni XF.

Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, er Hafþór leiddur af vísindamönnum upp á stærðarinnar vigt sem gefur til kynna Fjallið sé slétt 190 kíló – sem sé einmitt sú þyngd sem þeim hefur tekist að skafa af nýjustu útgáfu bifreiðarinnar.

Myndbandinu deilir Hafþór á Facebook-síðu sinni og segir af því tilefni að honum hafi þótt gaman að vinna að þessu verkefni með bílaframleiðandanum. „Hinn nýi XF er 190 kílóum léttari en áður og ef þér þykir það ekki mikið skaltu reyna að lyfta mér! Vigtin lýgur ekki,“ segir Hafþór glettinn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Great working with @Jaguar on their new film. The #NewXF is 190kg lighter than before and if you don't think that is a lot then try lifting me! The scales don't lie ;)

Posted by Hafþór Júlíus Björnsson on Monday, 26 October 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×