Ofurhelgi íshokkímanna fer fram í Reykjavík um helgina og það er ókeypis inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2015 16:40 Úr leik Esju og Bjarnarins Mynd/Gunnar Jónatansson Það verður nóg að gera í íshokkíinu í Reykjavík um helgina en öll lið deildarinnar munu þá leika þrjá leiki og það er ókeypis inn á alla leikina. Þetta er svokölluð Ofurhelgi á íslandsmótinu í íshokkí. Alls fara fram sex leikir á föstudag, laugardag og sunnudag en þeir verða spilaðir bæði í Skautahöllinni í Laugardal sem og í Egilshöllinni. Tveir leikir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld og hefst sá fyrri klukkan sex. Til að gefa sem flestum tækifæri á að kynna sér íþróttina hefur Íshokkísamband Íslands ásamt aðildarfélögum og samstarfsaðilum ákveðið að ókeypis verði á alla leiki helgarinnar. Á heildina litið hefur deildin verið jöfn og minni styrkleikamunur í henni en oft áður. Leikirnir eru því ekki fyrirsjáanlegir og erfitt að spá fyrir um úrslit í leikjum helgarinnar. Félagaskiptagluggi fyrir erlenda leikmenn lokar 1. nóvember næstkomandi en nú þegar leika sjö erlendir leikmenn í deildinni. Landslið Íslands í íshokkí hafa á undanförnum árum verið í sókn en næsta landsliðsverkefni er eftir tvær vikur þegar karlalandsliðið heldur til Spánar til að leika á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Seúl í Suður-Kóreu 2018.Dagskráin er eftirfarandi:Föstudagur 23.10.2015 Skautahöllin í Laugardal SR - Björninn kl. 18:00 Esja - SA Víkingar kl. 21:00Laugardagur 24.10.2015 Egilshöll Björninn - SA Víkingar kl. 16:30 Esja - SR kl. 19.30Sunnudagur 25.10.2015 Skautahöllin í Laugardal SR - SA Víkingar kl. 18.30Sunnudagur 25.10.2015 Egilshöll 25.10.2015 Björninn - Esja kl. 20.00 Úr leik SA Víkinga og BjarnarinsMynd/Sigurgeir Haraldsson Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Það verður nóg að gera í íshokkíinu í Reykjavík um helgina en öll lið deildarinnar munu þá leika þrjá leiki og það er ókeypis inn á alla leikina. Þetta er svokölluð Ofurhelgi á íslandsmótinu í íshokkí. Alls fara fram sex leikir á föstudag, laugardag og sunnudag en þeir verða spilaðir bæði í Skautahöllinni í Laugardal sem og í Egilshöllinni. Tveir leikir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld og hefst sá fyrri klukkan sex. Til að gefa sem flestum tækifæri á að kynna sér íþróttina hefur Íshokkísamband Íslands ásamt aðildarfélögum og samstarfsaðilum ákveðið að ókeypis verði á alla leiki helgarinnar. Á heildina litið hefur deildin verið jöfn og minni styrkleikamunur í henni en oft áður. Leikirnir eru því ekki fyrirsjáanlegir og erfitt að spá fyrir um úrslit í leikjum helgarinnar. Félagaskiptagluggi fyrir erlenda leikmenn lokar 1. nóvember næstkomandi en nú þegar leika sjö erlendir leikmenn í deildinni. Landslið Íslands í íshokkí hafa á undanförnum árum verið í sókn en næsta landsliðsverkefni er eftir tvær vikur þegar karlalandsliðið heldur til Spánar til að leika á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Seúl í Suður-Kóreu 2018.Dagskráin er eftirfarandi:Föstudagur 23.10.2015 Skautahöllin í Laugardal SR - Björninn kl. 18:00 Esja - SA Víkingar kl. 21:00Laugardagur 24.10.2015 Egilshöll Björninn - SA Víkingar kl. 16:30 Esja - SR kl. 19.30Sunnudagur 25.10.2015 Skautahöllin í Laugardal SR - SA Víkingar kl. 18.30Sunnudagur 25.10.2015 Egilshöll 25.10.2015 Björninn - Esja kl. 20.00 Úr leik SA Víkinga og BjarnarinsMynd/Sigurgeir Haraldsson
Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira