Sjávarréttapasta
400 g pasta
Ólífuolía
Smjör
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 rautt chili
10 kirsuberjatómatar
handfylli steinselja
salt og pipar
300 g skelflettur humar
300 g risarækjur
sítrónusafi úr hálfri sítrónu
1 glas hvítvín
- Sjóðið pastað samkvæmt upplýsingum á pakkningu. Þegar pastað er tilbúið hellið þið öllu vatninu frá.
- Hitið smjör og olíu í potti við vægan hita. Saxið lauk, hvítlauk og chili, steikið í smá stund eða þar til laukurinn fer að gyllast. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og bætið út í pottinn ásamt smátt saxaðri steinselju. Bætið risarækjum og humrinum í pottinn og eldið sjávarréttina í 2 –3 mínútur. Hellið hvítvíninu út í og leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Kreistið safann úr hálfri sítrónu út í og blandið öllu vel saman. Kryddið til með salti og pipar.
- Setjið spagettíið í pottinn og blandið öllu mjög vel saman þar til sósan þekur pastað. Takið af hitanum. Setjið pastað á fat og skreytið með steinselju og sítrónubátum. Njótið gjarnan með góðu hvítlauksbrauði og hvítvíni.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.