Greint frá góðum árangri Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:32 Stundum er því haldið fram að í fréttir rati ekki nema slæmar fréttir, að breytingar til batnaðar og gott gengi einhvers staðar fái takmarkaða athygli. Áhersla á það sem aflaga fer, án stærra samhengis hlutanna, verði svo til þess að upp sé brugðið skekktri og svartari mynd af stöðu heimsmála en ástæða sé til. Sænski læknirinn og fræðimaðurinn Hans Rosling er einn af þeim sem haldið hafa þessu á lofti og slegið á mýtur á borð við að fólksfjölgun sé úr böndum í heiminum, eða að ófriður hafi sjaldan verið meiri og bent á að stórkostlegur árangur hafi náðst á síðustu árum við að eyða sárri fátækt í heiminum. Líklega er það samt í eðli frétta að horfa á einn hlut í einu og þá ekki endilega í samhengi við stærri myndina. Ófriður og barátta við Boko Haram í litlum hluta Nígeríu ratar í fréttir, án þess að komi fram að í landinu í heild hafi átt sér stað framfarir og stöðugleiki aukist. Því skal þó haldið til haga að ofsagt er að breytingar til batnaðar rati ekki fréttir. Eitt dæmi um slíkt er forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær um svokallaða MST-fjölkerfameðferð fyrir börn í hegðunar- eða vímuefnavanda. MST stendur fyrir Multisystemic Therapy og snýst í grunninn um stuðning við fjölskyldur og börn á heimilum þeirra, en meðferðartíminn er þrír til fimm mánuðir. Þessi meðferð hefur ekki verið óumdeild og kemur í stað úrræða þar sem börn eru tekin út af heimilum sínum og jafnvel komið fyrir á sérstökum meðferðarheimilum. Skemmst er frá því að segja að ný skýrsla velferðarráðuneytisins sýnir að umtalsverður og varanlegur árangur hefur náðst með nýju meðferðinni, á meðan árangur af úrræðum tengdum meðferðarheimilum hefur verið mun minni. Ástæða er til að fagna þeim árangri sem Barnaverndarstofa hefur þarna náð í starfi sínu, sem speglast í því að við lok MST-meðferðar beita 90 prósent barna sem gengið hafa í gegn um meðferðina ekki ofbeldi og sama hlutfall lætur fíkniefni vera og misnotar ekki áfengi. Ríflega fjögur af hverjum fimm eru komin í skóla eða vinnu við lok meðferðar, á meðan eitt af hverjum tuttugu var í þeirri stöðu við upphaf hennar. Varðandi spurninguna um hlutverk fjölmiðla má svo deila um hvort yfirhöfuð sé hlutverk þeirra að birta alltaf stóru myndina í hverri frétt, eða hvort raunhæft sé að fara fram á slíkt. Einhverja ábyrgð ber fólk á því sjálft að greina stóru myndina. Hafi hins vegar einhver haldið að börnum sem lenda út af sporinu vegna hegðunarvanda eða áfengis og/eða fíkniefna sé ekki viðbjargandi, þá hefur nú verið slegið á þá mýtu. Til er meðferð sem virkar og flestum börnum hægt að hjálpa. Sem er jú góð frétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri „Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna,“ segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2015 12:26 Á fjórða hundrað börn komast á beinu brautina eftir meðferð Tekist hefur að afstýra bráðum hegðunar- og/eða vímuefnavanda fjölda barna með svokallaðri MST-meðferð Barnaverndarstofu. 22. október 2015 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Stundum er því haldið fram að í fréttir rati ekki nema slæmar fréttir, að breytingar til batnaðar og gott gengi einhvers staðar fái takmarkaða athygli. Áhersla á það sem aflaga fer, án stærra samhengis hlutanna, verði svo til þess að upp sé brugðið skekktri og svartari mynd af stöðu heimsmála en ástæða sé til. Sænski læknirinn og fræðimaðurinn Hans Rosling er einn af þeim sem haldið hafa þessu á lofti og slegið á mýtur á borð við að fólksfjölgun sé úr böndum í heiminum, eða að ófriður hafi sjaldan verið meiri og bent á að stórkostlegur árangur hafi náðst á síðustu árum við að eyða sárri fátækt í heiminum. Líklega er það samt í eðli frétta að horfa á einn hlut í einu og þá ekki endilega í samhengi við stærri myndina. Ófriður og barátta við Boko Haram í litlum hluta Nígeríu ratar í fréttir, án þess að komi fram að í landinu í heild hafi átt sér stað framfarir og stöðugleiki aukist. Því skal þó haldið til haga að ofsagt er að breytingar til batnaðar rati ekki fréttir. Eitt dæmi um slíkt er forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær um svokallaða MST-fjölkerfameðferð fyrir börn í hegðunar- eða vímuefnavanda. MST stendur fyrir Multisystemic Therapy og snýst í grunninn um stuðning við fjölskyldur og börn á heimilum þeirra, en meðferðartíminn er þrír til fimm mánuðir. Þessi meðferð hefur ekki verið óumdeild og kemur í stað úrræða þar sem börn eru tekin út af heimilum sínum og jafnvel komið fyrir á sérstökum meðferðarheimilum. Skemmst er frá því að segja að ný skýrsla velferðarráðuneytisins sýnir að umtalsverður og varanlegur árangur hefur náðst með nýju meðferðinni, á meðan árangur af úrræðum tengdum meðferðarheimilum hefur verið mun minni. Ástæða er til að fagna þeim árangri sem Barnaverndarstofa hefur þarna náð í starfi sínu, sem speglast í því að við lok MST-meðferðar beita 90 prósent barna sem gengið hafa í gegn um meðferðina ekki ofbeldi og sama hlutfall lætur fíkniefni vera og misnotar ekki áfengi. Ríflega fjögur af hverjum fimm eru komin í skóla eða vinnu við lok meðferðar, á meðan eitt af hverjum tuttugu var í þeirri stöðu við upphaf hennar. Varðandi spurninguna um hlutverk fjölmiðla má svo deila um hvort yfirhöfuð sé hlutverk þeirra að birta alltaf stóru myndina í hverri frétt, eða hvort raunhæft sé að fara fram á slíkt. Einhverja ábyrgð ber fólk á því sjálft að greina stóru myndina. Hafi hins vegar einhver haldið að börnum sem lenda út af sporinu vegna hegðunarvanda eða áfengis og/eða fíkniefna sé ekki viðbjargandi, þá hefur nú verið slegið á þá mýtu. Til er meðferð sem virkar og flestum börnum hægt að hjálpa. Sem er jú góð frétt.
Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri „Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna,“ segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2015 12:26
Á fjórða hundrað börn komast á beinu brautina eftir meðferð Tekist hefur að afstýra bráðum hegðunar- og/eða vímuefnavanda fjölda barna með svokallaðri MST-meðferð Barnaverndarstofu. 22. október 2015 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun