Bíó og sjónvarp

Marty McFly og Doc Brown mættu til Jimmy Kimmel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábært atriði.
Frábært atriði. vísir
Marty McFly og Doc Brown mættu í spjallþátt Jimmy Kimmel í gærkvöldi en dagurinn í gær, 21. október 2015, var dagurinn sem McFly ferðaðist til árið 1989.

Aðdáendur Back to the Future-þríleiksins um allan heim biðu lengi eftir deginum. Af því tilefni komu aðdáendur kvikmyndanna saman í Bíó Paradís í gær, þar sem allar þrjár myndirnar voru sýndar í röð.  Viðburðurinn hófst klukkan 16.29, á sama tíma og Marty mætti til framtíðar.

Sjá einnig: Back to the Future aðdáendur komu saman: Sigmundur Davíð mikill aðdáandi

Michael J. Fox leikur Marty McFly og Christopher Lloyd leikur Doc Brown.

Hér að neðan má sjá klippuna þegar þeir félagar mætti í þáttinn hjá Kimmel. 


Tengdar fréttir

Back to the Future II draumurinn að deyja

Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði.

Framtíðin er hér -21.10.15

Í dag, 21. október 2015, er dagurinn sem Marty McFly skall á framtíðinni. Aðdáendur um allan heim hafa beðið lengi, eða síðan 1989. Vísir tók snúning á nokkrum dyggum aðdáendum þríleiksins, sem verða misuppteknir í dag við að sinna áhugamálinu. Benn Green verður frá vinnu og Sævar Helgi Bragason heldur fyrirlestur um tímaflakk í Bíó Paradís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.