Sérhannaðir Spark fyrir Domino´s Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:26 Aðgengi að hitaofnum bílsins er utanfrá. Autoblog Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent