Fólki blöskrar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Í tengslum við flóttamannaumræðuna, sem farið hefur hátt undanfarið, hefur töluverð umræða skapast um Útlendingastofnun. Í gær voru stofnuninni afhentar 10.000 undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings albanskri fjölskyldu sem fær ekki hæli hér á landi. Fréttablaðið greindi frá nýju máli í gær sem snýr að stofnuninni. Málavextir eru þeir að stofnunin fór þess á leit við lögreglu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks, nýbakaðra foreldra, frá Víetnam vegna gruns um að það væri til málamynda. Rannsóknarbeiðnin var send til lögreglu tveimur mánuðum áður en fólkið fékk sitt fyrsta viðtal hjá stofnuninni. Grunur Útlendingastofnunar er reistur á myndbandi úr brúðkaupi hjónanna þar sem starfsmenn telja að brúðinni hafi „liðið afar illa“. Auk þess fékk stofnunin ábendingu frá Landspítalanum um að konan væri ung og barnaleg og maðurinn óframfærinn. Ef litið er hjá þessari vafasömu stjórnsýslu og mögulegu broti á persónuverndarlögum af hálfu spítalans, sem og þeirri undarlegu ályktun að óframfærið og ungt fólk sé líklega ekki ástfangið, hlýtur að þurfa að setja enn eitt spurningarmerkið við vinnubrögð Útlendingastofnunar. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir lögfræðingur stofnunarinnar að samkvæmt lögum beri að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri, líkt og raunin var í umræddu tilfelli. Símtal spítalans hafi verið aukaatriði þar sem grundvöllur athugunarinnar var aldur konunnar. „Við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Með auknum fjölda innflytjenda, hælisleitenda og vinnuafls af erlendum uppruna hér þá þyngist starf Útlendingastofnunar. Augljóslega. Og mistök geta orðið við aukið álag. Mistök, séu þau viðurkennd og beðist afsökunar á þeim, er hægt að fyrirgefa. En stofnunin viðurkennir engin mistök heldur ítrekar að um góða stjórnsýslu sé að ræða. Það er merkilegur skilningur starfsmanna stofnunar á lögunum, sem hlýtur að skrifast á stjórnanda hennar, að þörf sé á lögreglurannsókn á hjónabandi áður en fyrir liggur eitt einasta viðtal við hjónin sjálf. Í raun kristallast í þessum skilningi sú tilfinning, sem þeir sem afhenda stofnuninni undirskriftalista til stuðnings fjölskyldu sem ekki fær að vera hér, hafa fyrir stofnuninni; að þar sé unnið gegn því fólki sem á að þjónusta en ekki með því. Illugi Jökulsson sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Vísi að ef fólki blöskraði þá ættu opinberar stofnanir að leggja við hlustir. Undirskriftirnar og gusturinn af vinnubrögðum Útlendingastofnunar undanfarið gefa það bersýnlega til kynna að fólki blöskri. Það er tímabært að innanríkisráðherra svari því skýrt hvort þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og allra af erlendum uppruna sem hingað leita. Stofnun sem segist bara vinna eftir lögum lýtur stjórn yfirvalda og það hvernig hún túlkar lögin er á ábyrgð ráðherra. Sé þetta ekki stefna stjórnarinnar þarf að grípa til ráðstafana strax. En ef svo er þá er spurning hvort innanríkisráðuneytið þurfi ekki að leggja við hlustir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Í tengslum við flóttamannaumræðuna, sem farið hefur hátt undanfarið, hefur töluverð umræða skapast um Útlendingastofnun. Í gær voru stofnuninni afhentar 10.000 undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings albanskri fjölskyldu sem fær ekki hæli hér á landi. Fréttablaðið greindi frá nýju máli í gær sem snýr að stofnuninni. Málavextir eru þeir að stofnunin fór þess á leit við lögreglu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks, nýbakaðra foreldra, frá Víetnam vegna gruns um að það væri til málamynda. Rannsóknarbeiðnin var send til lögreglu tveimur mánuðum áður en fólkið fékk sitt fyrsta viðtal hjá stofnuninni. Grunur Útlendingastofnunar er reistur á myndbandi úr brúðkaupi hjónanna þar sem starfsmenn telja að brúðinni hafi „liðið afar illa“. Auk þess fékk stofnunin ábendingu frá Landspítalanum um að konan væri ung og barnaleg og maðurinn óframfærinn. Ef litið er hjá þessari vafasömu stjórnsýslu og mögulegu broti á persónuverndarlögum af hálfu spítalans, sem og þeirri undarlegu ályktun að óframfærið og ungt fólk sé líklega ekki ástfangið, hlýtur að þurfa að setja enn eitt spurningarmerkið við vinnubrögð Útlendingastofnunar. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir lögfræðingur stofnunarinnar að samkvæmt lögum beri að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri, líkt og raunin var í umræddu tilfelli. Símtal spítalans hafi verið aukaatriði þar sem grundvöllur athugunarinnar var aldur konunnar. „Við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Með auknum fjölda innflytjenda, hælisleitenda og vinnuafls af erlendum uppruna hér þá þyngist starf Útlendingastofnunar. Augljóslega. Og mistök geta orðið við aukið álag. Mistök, séu þau viðurkennd og beðist afsökunar á þeim, er hægt að fyrirgefa. En stofnunin viðurkennir engin mistök heldur ítrekar að um góða stjórnsýslu sé að ræða. Það er merkilegur skilningur starfsmanna stofnunar á lögunum, sem hlýtur að skrifast á stjórnanda hennar, að þörf sé á lögreglurannsókn á hjónabandi áður en fyrir liggur eitt einasta viðtal við hjónin sjálf. Í raun kristallast í þessum skilningi sú tilfinning, sem þeir sem afhenda stofnuninni undirskriftalista til stuðnings fjölskyldu sem ekki fær að vera hér, hafa fyrir stofnuninni; að þar sé unnið gegn því fólki sem á að þjónusta en ekki með því. Illugi Jökulsson sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Vísi að ef fólki blöskraði þá ættu opinberar stofnanir að leggja við hlustir. Undirskriftirnar og gusturinn af vinnubrögðum Útlendingastofnunar undanfarið gefa það bersýnlega til kynna að fólki blöskri. Það er tímabært að innanríkisráðherra svari því skýrt hvort þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og allra af erlendum uppruna sem hingað leita. Stofnun sem segist bara vinna eftir lögum lýtur stjórn yfirvalda og það hvernig hún túlkar lögin er á ábyrgð ráðherra. Sé þetta ekki stefna stjórnarinnar þarf að grípa til ráðstafana strax. En ef svo er þá er spurning hvort innanríkisráðuneytið þurfi ekki að leggja við hlustir.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun