Montoya með Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 13:52 Montoya mættur hjá Porsche liðinu í þolakstri. Autosport Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent