Lífið

209 milljóna „penthouse“ íbúð til sölu í hjarta borgarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign.
Einstaklega falleg eign. vísir
Fasteignasalan Eignamiðlun er með frábærlega staðsetta 208,9 fermetra „penthouse“ íbúð á 5. og 6. hæð við Skólavörðustíg í hjarta Reykjavíkur.

Einkalyfta fylgir íbúðinni, tvennar svalir og stórkostlegt útsýni til sjávar-, fjalla- og borgar. Auk þess er 183,1 fermetra gistihús á 4. hæð með átta herbergjum, tveimur eldhúsum og þremur baðherbergjum. Um er að ræða tvær eignir sem seljast saman, samtals 392 fermetrar.

Komið úr lyftu í forstofu með teppalögðum stiga niður á 4. hæð og upp á 5. hæð. Þar er komið í rúmgóða borðstofu sem er opin við fallegt eldhús til vinstri. Eldhúsið er með innréttingu úr kirsuberjaviði og fuglsauga við. Granít á borðplötum og upp á vegg. Frá eldhúsi er gengið út á rúmgóðar suðursvalir.

Til hægri þegar upp er komið er stór stofa með gluggum til vesturs, norðurs og austurs. Stórkostlegt útsýni er úr stofu til sjávar og fjalla. Svefnálma, þar sem er fyrir miðju er hol með innfelldri halógenlýsingu, tvö svefnherbergi, gestasnyrting og baðherbergi. Hjónaherbergi er stórt með fataherbergi inn af og stórum skáp. Barnaherbergi er einnig rúmgott.

Eignin var endurinnréttuð að mestu árið 2006, innfeld lýsing að hluta. Á 4. hæðinni er nú rekið gistiheimili með átta herbergjum og er hvert þeirra með rúmi, skrifborði og skáp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×