Telja að tæknibólan sem ríki í Kísildal gæti verið byrjuð að springa Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 13:00 Uber er metið á rúmlega 6.000 milljarða en á ekki einn einasta bíl. Fréttablaðið/EPA Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær. Tækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær.
Tækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira