Búist við að bankinn verði seldur aftur Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson mætti til ríkisstjórnarfundar í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun og svaraði svo spurningum blaðamanna. vísir/gva Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira