Búist við að bankinn verði seldur aftur Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson mætti til ríkisstjórnarfundar í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun og svaraði svo spurningum blaðamanna. vísir/gva Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira