Lífið

Everest hefur þénað 21 milljarð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.
Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu. Vísir/AFP
Everest var vinsælasta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um nýliðna helgina sem er ótrúlegur árangur þar sem myndin hefur verið fimm helgar í sýningum.Tæplega 60.000 manns hafa nú séð myndina á Íslandi.

Áætlað er að tekjur myndarinnar um allan heim eru komnar í 167 milljónir Bandaríkjadala eða því sem samsvarar tæplega 21 milljarði íslenskra króna.

Myndin opnar ekki fyrr en í byrjun nóvember í Kína og Japan sem mun líklega bæta vel við heildar tekjur myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.