Tveir þriðju Þjóðverja telja VW smíða framúrskarandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:26 Þjóðverjar telja að fljótt snjói yfir dísilvélasvindl Volkswagen. Autoblog Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent