Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins 20. október 2015 06:51 Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu sem barst í nótt. Þessi tillaga er töluverð breyting frá því sem áður var lagt upp með en framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindri tillögu falli að stöðugleikaskilyrðum og skapi forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum.Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér:Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag. Í bréfi sem barst fjármála- og efnahagsráðherra í dag leggja þessir sömu kröfuhafar Glitnis til að öllum eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka verði afsalað til ríkisins, sem muni þá eignast bankann að fullu. Hinn 8. júní 2015 birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur hóps kröfuhafa Glitnis og ráðgjafa hans um aðgerðir til að greiða fyrir lokum slitameðferðar Glitnis. Þessar aðgerðir miðuðu að því að hlutleysa þá áhættu sem steðjaði að greiðslujöfnuði vegna uppgjörs innlendra eigna slitabúsins. Tillögurnar voru settar fram eftir upplýsingafundi kröfuhafanna og framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta. Síðan þær komu fram hefur slitastjórn Glitnis úfært tillögurnar frekar með stuðningi kröfuhafa. Stjórnvöld hafa frá því í sumar haft upphaflegar tillögur til skoðunar, í þeim tilgangi að meta hvort þær uppfylltu stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kynnt hafa verið.Ráðgjafar kröfuhafa Glitnis og framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta áttu fundi 25. september til 13. október sl. vegna tillagnanna frá 8. júní. Í framhaldi af þeim fundum hafa sömu kröfuhafar Glitnis kynnt fjármála- og efnahagsráðherra, sem formanni stýrinefndar um losun fjármagnshafta, endurskoðaðar tillögur. Þær breytingar sem í þeim felast eru helstar eftirfarandi:Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma.kr. í lok júní 2015. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niðurAfkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur.Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 ma.kr. vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af, og 36 ma.kr. vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindu bréfi falli að stöðugleikaskilyrðunum sem mótuð voru og að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi.Framangreindar aðgerðir eru háðar sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015, meðal annars um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem heimila Glitni að ljúka slitameðferð þannig að ekki komi til greiðslu stöðugleikaskatts. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu sem barst í nótt. Þessi tillaga er töluverð breyting frá því sem áður var lagt upp með en framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindri tillögu falli að stöðugleikaskilyrðum og skapi forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum.Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér:Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag. Í bréfi sem barst fjármála- og efnahagsráðherra í dag leggja þessir sömu kröfuhafar Glitnis til að öllum eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka verði afsalað til ríkisins, sem muni þá eignast bankann að fullu. Hinn 8. júní 2015 birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur hóps kröfuhafa Glitnis og ráðgjafa hans um aðgerðir til að greiða fyrir lokum slitameðferðar Glitnis. Þessar aðgerðir miðuðu að því að hlutleysa þá áhættu sem steðjaði að greiðslujöfnuði vegna uppgjörs innlendra eigna slitabúsins. Tillögurnar voru settar fram eftir upplýsingafundi kröfuhafanna og framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta. Síðan þær komu fram hefur slitastjórn Glitnis úfært tillögurnar frekar með stuðningi kröfuhafa. Stjórnvöld hafa frá því í sumar haft upphaflegar tillögur til skoðunar, í þeim tilgangi að meta hvort þær uppfylltu stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kynnt hafa verið.Ráðgjafar kröfuhafa Glitnis og framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta áttu fundi 25. september til 13. október sl. vegna tillagnanna frá 8. júní. Í framhaldi af þeim fundum hafa sömu kröfuhafar Glitnis kynnt fjármála- og efnahagsráðherra, sem formanni stýrinefndar um losun fjármagnshafta, endurskoðaðar tillögur. Þær breytingar sem í þeim felast eru helstar eftirfarandi:Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma.kr. í lok júní 2015. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niðurAfkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur.Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 ma.kr. vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af, og 36 ma.kr. vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindu bréfi falli að stöðugleikaskilyrðunum sem mótuð voru og að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi.Framangreindar aðgerðir eru háðar sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015, meðal annars um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem heimila Glitni að ljúka slitameðferð þannig að ekki komi til greiðslu stöðugleikaskatts.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira