Grótta svaraði fyrir tapið gegn ÍBV í síðustu umferð með stórsigri á HK, 27-10, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 11-5, Seltirningum í vil.
Þetta var áttundi sigur Íslandsmeistaranna í fyrstu níu umferðunum en þeir hafa spilað frábæran varnarleik á tímabilinu eins og HK fékk að kenna á í dag.
Lovísa Thompson var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Unnur Ómarsdóttir kom næst með fimm.
Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði fimm mörk fyrir HK, eða helming marka liðsins.
Mörk Gróttu:
Lovísa Thompson 6, Unnur Ómarsdóttir 5, Eva Margrét Kristinsdóttir 3, Arndís María Erlingsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1.
Mörk HK:
Þórhildur Braga Þórðardóttir 5, Ada Kozicka 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði níu mörk þegar Selfoss vann fimm marka sigur, 27-32, á ÍR í Austurberginu.
Sigurinn var kærkominn fyrir Selfyssinga sem höfðu tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir að hafa unnið fjóra fyrstu leikina.
Adina Ghidoarca skoraði átta mörk fyrir Selfoss sem var átta mörkum yfir í hálfleik, 10-18.
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir var markahæst í liði Breiðhyltinga með sjö mörk.
Mörk ÍR:
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 7, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Silja Ísberg 5, Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir 2, Karen Tinna Demian 1, Margrét Valdimarsdóttir 1.
Mörk Selfoss:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9, Adina Ghidoarca 8, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Elena Birgisdóttir 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 1, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1.
Grótta hélt HK í 10 mörkum | Mikilvægur Selfoss-sigur

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val.