Nissan teflir Datsun fram á fleiri mörkuðum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 15:18 Datsun Go. Autoevolution. Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent