Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 15:00 Björn Kristjánsson í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. vísir/getty Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15. Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti