Lífið

Svíar eiga tvífara Leonardo Dicaprio - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leonardo Dicaprio
Leonardo Dicaprio vísir/getty
Bandaríski leikarinn Leonardo Dicaprio  er sennilega einn sá allra frægasti í heiminum í dag. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann lék í kvikmyndum á borð við What's Eating Gilbert Grape, The Basketball Diaries, Romeo and Juliet og Titanic  og eftir það var ekki aftur snúið, stjarnan var fædd.

Í Svíþjóð býr Konrad Annerud, 21 árs barþjónn, sem hefur yfir 40.000 fylgjendur á Instagram. Ástæðan, jú hann er tvífari Dicaprio.

Ekki er langt síðan að myndir af honum fóru að birtast í erlendum miðlum og eftir það fór Instagram reikningur hans á flug.

„Ég fæ reglulega að heyra að ég sé líkur honum, sérstaklega eftir að ég fór að vinna sem barþjónn,“ segir  Konrad í samtali við sænsku síðuna Nyheter 24.

: @stella_cocozza Mer bilder på http://stellacocozza.blogg.se/

A photo posted by Konrad Annerud (@konradannerud) on

: @stella_cocozza Mer bilder på http://stellacocozza.blogg.se/

A photo posted by Konrad Annerud (@konradannerud) on

: @stella_cocozza Mer bilder på http://stellacocozza.blogg.se/

A photo posted by Konrad Annerud (@konradannerud) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×