Lífið

„Fólk hefur gengið út með ótrúlegustu merkjavörur“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr versluninni á Vínlandsleið.
Úr versluninni á Vínlandsleið.
María K. Magnúsdóttir, verkefnastjóri Hertex á Íslandi, segir fólk eiga það til að rugla saman nytjamarkaði og flóamarkaði. Hjálpræðisherinn starfrækir tvo nytjamakaði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Annar hefur verið starfræktur í lengri tíma í Garðastræti en annar var tekinn í gagnið í mars. Sá er staðsettur á Vínlandsleið í Grafarholtinu.

María segir mikinn metnað ríkja hjá starfsfólki sínu sem mest er skipað sjálfboðaliðum. Auk markaðanna í Reykjavík eru Hertex markaðir í Keflavík og á Akureyri.

„Við erum sjálfboðaliðunum afar þakklát, en þeir koma frá öllum heimshornum. Þeir gera starf okkar mögulegt og ríkir mikill kærleikur á vinnustaðnum okkar. Við leggjum línurnar í sameiningu – hvernig búðirnar eiga að líta út, hvernig vinnusvæðið og flokkunarstöðin á að virka og hvað mun verða til sölu í búðinni.“ 

„Fólk hefur til dæmis gengið hér út úr versluninni með ótrúlegustu merkjavörur! En þær liggja ekki á glámbekk, það þarf oft að eyða dágóðum tíma í að grúska,“ segir María.
Þarf oft að verja miklum tíma í grams

María segir muninn á nytjamarkaði og flóamarkaði liggja í karaktermuni. Það sé ekki að annar sé betri en hinn. Munur er í framsetningu, vöruúrvali og viðmóti verslunarinnar.

„Fólk hefur oft á orði hversu skemmtilegt er að kíkja á okkur. Við leggjum okkur fram við að raða smekklega í hillur, dundum okkur við að búa til fallegar útstillingar og röðum oft eftir litum og stemningu. Við viljum að heimsókn til okkar sé einhverskonar upplifun fyrir viðskiptavini,“ segir María.

Slagorð markaðanna er „Sá finnur sem leitar“ en María segir að viðskiptavinir þurfi stundum að gramsa til að finna verðmæti. Á það bæði við um raunveruleg verðmæti eða hluti með tilfinningalegt gildi. 

„Fólk hefur til dæmis gengið hér út úr versluninni með ótrúlegustu merkjavörur! En þær liggja ekki á glámbekk, það þarf oft að eyða dágóðum tíma í að grúska.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×