Lífið

#Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Twitter-maraþon lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefst nú í kvöld klukkan 18.00.
Twitter-maraþon lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefst nú í kvöld klukkan 18.00. Vísir
Twitter-maraþon lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefst nú í kvöld klukkan 18.00. Lögreglumenn munu þá nota samfélagsmiðilinn til að segja frá öllum verkefnum sem koma inn á borð þeirra næsta sólarhringinn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa áður haldið áþekk maraþon í tvígang við ágætar undirtektir. Kollegar þeirra fyrir norðan taka nú þátt í fyrsta sinn og stofnaði embættið Twitter-aðgang sérstaklega fyrir uppátækið.

Bæði embættin munu tísta á síðum sínum og hægt verður að notast við myllumerkið #löggutíst til að fylgjast með verkefnum embættanna þetta föstudagskvöldið.

Sem fyrr segir stendur maraþonið í 24 tíma og lýkur því klukkan sex í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×