Viðskipti innlent

4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þar af eru 1.900 herbergi og íbúðir í Reykjavík eru skráð á Airbnb.
Þar af eru 1.900 herbergi og íbúðir í Reykjavík eru skráð á Airbnb. Visir/Pjetur
Um 4% allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í dag. Í skýrslunni er umfang íbúðagistingar dregið fram og jafnframt settar fram tillögur sem miða að því að einfalda skráningu íbúða í því augnamiði að draga úr skattsvikum og skýra reglur. 

Á vefsíðunni Airbnb eru um 3.400 herbergi og íbúðir skráð á Íslandi. Þar af eru 1.900 herbergi og íbúðir í Reykjavík.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að reglur um skattlagningu íbúðagistingar séu ekki skýrar. Mikilvægt sé að haga skattalöggjöf með þeim hætti að hvati verði til þess að stunda starfsemina löglega með tilheyrandi greiðslum skatta og gjalda.




Tengdar fréttir

Leigir þessi af þér á Airbnb?

Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra.

Vandi vegna skattsvika í ferðaþjónstu fer vaxandi

Svört atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu hefur aukist undanfarin ár. Framkvæmdastjóri SA segir skattsvik skekkja samkeppnina. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir stjórnvöld skorta vilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×