Lífið

Flugu samhliða stærstu farþegaflugvél heims

Samúel Karl Ólason skrifar
Ofurhugarnir flugu ansi nærri flugvélinni.
Ofurhugarnir flugu ansi nærri flugvélinni.
Ofurhugarnir „Jetman“ Yves Rossy og Vince Raffet kalla ekki allt ömmu sína. Þeir eru þekktir fyrir að þjóta um himininn með þotuhreyfla á bakinu, eða svokallaða Jetpack, og leika listir sínar. Nú hafa þeir flogið samhliða stærstu farþegaflugvél heims.

Uppátækið var gert yfir Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstaveldanna, og flugu þeir með A380 vél Emirates.

Myndband af fluginu má sjá hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yves Rossy og Vince Reffet fljúga yfir Dubai.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×