Lífið

Þegar áheyrnarprufurnar fá tárin til að streyma - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólk á oft erfitt með sig í svona þáttum.
Fólk á oft erfitt með sig í svona þáttum. vísir
Raunveruleikaþættirnir Britain´s Got Talent, America´s Got Talent og X-Factor njóta gríðarlegrar vinsælda um allan heim.

Þar mætir fólk í áheyrnarprufur til að byrja með og síðan ákveða dómararnir hvort keppendur komist áfram. Þegar fólk mætir í fyrsta sinn er tilfinningarnar oft miklar og falla oft tár hjá keppendum og dómurum.

Dómararnir í Talent geta ýtt á X ef þeim hreinlega líkar ekki við atriðið en það er einn annar hnappur í Talent-þáttunum sem er mun vinsælli, það er gullhnappurinn. Fólk ætti að kannast við þann hnapp úr Ísland Got Talent sem er sýndur á Stöð 2. Þá fara keppendur beint í úrslit.

Á Youtube má finna myndband sem hefur verið klippt saman þar sem farið er í gegnum mest tilfinningaþrungnu atvikin í þáttunum í gegnum tíðina.

Myndbandinu var deilt þann 2. september á þessu ár og hafa tæplega ellefu milljónir manna séð það þegar þessi frétt er skrifuð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×