Lífið

Helgi Björns leikur í Sorpanos

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Björns fer á kostum.
Helgi Björns fer á kostum. vísir
Ný auglýsingaherferð frá Sorpu hefur vakið athygli undanfarið en í henni má finna rokkarann Helga Björns ásamt fríðu föruneyti.

Leikstjórn var í höndum Árna Þórs Jónssonar en hugmyndin að herferðinni er komin frá Brandenburg auglýsingastofu og segir Bragi Valdimar Skúlason, texta- og hugmyndasmiður á stofunni, þetta hafa byrjað sem innanhúsgrín hjá einum starfsmanni.

„Þegar Sorpa kom svo til okkar í leit að hugmynd fyrir auglýsingu fannst okkur tilvalið að taka þetta lengra og útfæra í stutta sketsja. Best er samt að fyrirtækið hafi verið til í að gera þetta með okkur þar sem að þetta er auðvitað ansi óvenjuleg pæling“, segir Bragi.

Sjálfur höfuðpaurinn er leikinn af Helga Björns og kunni hann alveg ágætlega við sig í hlutverkinu enda þekktur fyrir að vera frekar svalur á köflum.

„Ég hafði bara gaman að þessu og það er eins gott að landsmenn taki sig á og flokki sorpið sitt héðan í frá. Annars er möguleiki á að Sorpanos mæti á staðinn“, segir Helgi Björns og hlær.

Hér að neðan má sjá eina af umræddum auglýsingum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×