Mikið reykt og drukkið í íslenskum bíómyndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:13 Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fá sér smók í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er. Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er.
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira